Um þy?ðingu og endurritun í Sögunni um gralinn og Parcevals sögu.
Útdráttur
Perceval eða Sagan um gralinn eftir Chrétien de Troyes var samin í Frakklandi í árunum 1182–1191, á fyrstu áratugum skáldsagnaritunar. Eins og mörg önnur frönsk bókmenntaverk var hún þy?dd á norrænu, líklega í noregi á síðari hluta 13. aldar. Chrétien lagði mikla áherslu á uppbyggingu og gerð verka sinna og var umhugað um merkingu þeirra. Hann beitir því y?msum brögðum til að auka trúverðugleika þeirra, ekki síst í Sögunni um gralinn þar sem kristin gildi eru áberandi. norræna þy?ðingin á verki hans (Parcevals saga og Valvens þáttur) er mikið stytt en sums staðar hefur einnig verið bætt við söguna. Bent hefur verið á skemmtanagildi riddarasagna og vissulega á það við um Parcevals sögu. Í samanburði við franska textann er þó broslegi þáttur verksins ry?r og lítið fer fyrir dulúðinni og þeirri trúarlegu áherslu sem einkennir sögu Chrétiens. Flestum þeim brögðum sem Chrétien beitir til að auka trúverðugleika verksins hefur einnig verið sleppt. Í norrænu þy?ðingunni er lögð greinileg áhersla á menntun og þroska söguhetjunnar. Hér er leitt getum að því að þy?ðandinn hafi unnið með verk Chrétiens á svipaðan hátt og Chrétien vann sjálfur með sinn efnivið, þ.e. á meðvitaðan hátt. Þannig hafi franska ljóðsagan verið endurrituð og löguð að þeim áheyrendum sem sagan var þy?dd fyrir og því umhverfi sem þy?ðandinn starfaði í.