Beygingarsaga nafnsins Ester
Lykilorð:
íslensk málsaga, beygingar- og orðmyndunarfræði, eignarfall eintölu, biblíunöfn, eiginnöfn kvennaÚtdráttur
Eiginnafnið Ester (Esther) er áhugavert af ýmsum ástæðum. Í þessari grein er skýrt frá beygingarsögu nafnsins. Fjallað er um eftirfarandi atriði:
1. Nafnið Ester kemur fyrst fyrir í Guðbrandsbiblíu (1584), fyrstu íslensku Biblíuútgáfunni
2. Í Guðbrandsbilbíu var nafnið Ester án sérstakrar eignarfallsendingar. Í ögn yngri heimildum gat endingin líka verið -s sem var ending hvorugkynsnafnaorða. Í Biblíunni birtist endingin -s fyrst í útgáfunni frá 1813.
3. Í nýrri þýðingu Biblíunnar frá 1908 birtist fyrst eignarfallsendingin -ar sem er algengust á öllum kvenkynsorðum. Skömmu áður hafði Ester haslað sér völl sem eiginnafn.
4. Í nútímamáli fær Ester venjulega eignarfallsendinguna -ar. Endingin -s kemur þó stundum fyrir og stundum er nafnið endingarlaust (-Ø). Sama gildir einnig um nokkur önnur kvenmannsnöfn.
5. Í greininni er fjallað um þessa sérstöku notkun sem hér er lýst. Einnig verður hugað að stöðu sérnafna og hlutverki þeirra.
Lykilorð: íslensk málsaga, beygingar- og orðmyndunarfræði, eignarfall eintölu, biblíunöfn, eiginnöfn kvenna