Launað starfsnám í leikskólakennarafræði

Reynsla nemenda

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.15

Lykilorð:

vettvangsnám, launað starfsnám, leikskólakennaranám, leiðsagnarkennarar

Útdráttur

Árið 2019 hrintu stjórnvöld af stað átaki til að fjölga kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Einn liður í því átaki var launað starfsnám á lokaári kennaranáms. Markmið rannsóknarinnar er að kanna reynslu nemenda af launuðu starfsnámi í leikskólakennaranámi. Gögnum var safnað með spurningakönnun sem send var út til 201 nemanda í launuðu starfsnámi í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Spurt var um upplifun nema af launuðu starfsnámi og reynslu af leiðsögn og námskeiðum tengdum starfsnáminu. Niðurstöðurnar sýna að upplifun nemenda af launuðu starfsnámi er almennt góð. Langflestum nemendum fannst starfsnámið góður undirbúningur fyrir leikskólakennarastarfið. Niðurstöðurnar sýna þó að sumir nemendur virðast eiga erfitt með að flétta starfsnámið saman við starf sitt í leikskólanum og líta á þetta sem tvo aðskilda þætti. Niðurstöður rannsóknarinnar munu m.a. nýtast til að þróa fyrirkomulag starfsnámsins, halda á lofti því sem vel hefur gengið og takast á við þær áskoranir sem nemendur hafa upplifað.

Um höfund (biographies)

  • Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir (ios@hi.is) er dósent í leikskólafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um leikinn, starf leikskólakennara, faglega þróun leikskólakennara og ferli starfendarannsókna. Ingibjörg Ósk hefur tekið þátt í ýmsum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum um ólík viðfangsefni í tengslum við leikskólastarf, í samstarfi við leikskólakennara sem eru starfandi í leikskólum og við rannsakendur.

  • Svava Björg Mörk, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

    Svava Björg Mörk (mork@unak.is) er lektor á sviði leikskólafræða við Háskólann á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um samstarf hagsmunaaðila í leikskólakennaramenntun, fagmennsku leikskólakennara, leiðsögn leikskólakennaranema og lærdómssamfélag. Svava Björg rannsakar um þessar mundir vellíðan í starfi leikskólakennara og hvernig byggja megi upp samstarfssvæði í leikskólakennaramenntun á Íslandi.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-31