Starfendarannsókn til starfsþróunar leikskólakennara: Ávinningur og áskoranir

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.9

Lykilorð:

starfendarannsóknir, starfsþróun, leikskólakennarar, utanaðkomandi rannsakandi

Útdráttur

Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir ávinningi og áskorunum sem þátttakendur upplifðu í gegnum ferli starfendarannsóknarinnar. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurunum fannst ferlið hafa haft jákvæð áhrif á starfsþróun þeirra, á starfið í leikskólanum og á nám og velferð barnanna. Helstu áskoranir tengdust tímaskorti, óvissu um rannsóknarferlið og hvernig væri hægt að hafa áhrif á starfið í leikskólanum í heild. Samstarf við háskólakennara var talið lykilatriði fyrir velgengni í rannsóknarferlinu, auk samstarfs kennara innan leikskólans.

Um höfund (biography)

Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir (ios@hi.is) er dósent í leikskólafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um leikinn, starf leikskólakennara, faglega þróun leikskólakennara og ferli starfendarannsókna. Ingibjörg Ósk hefur tekið þátt í ýmsum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum um ólík viðfangsefni í tengslum við leikskólastarf, í samstarfi við leikskólakennara sem eru starfandi í leikskólum og við rannsakendur. Ingibjörg Ósk kennir í leikskólakennaranámi við Deild kennslu-og menntunarfræði, Menntavísindasviði.

Niðurhal

Útgefið

2023-01-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar