„Með fagvitund að vopni“
Upplifun leikskólakennara af hlutverki sínu í framvarðasveit í heimsfaraldri
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.3Lykilorð:
framvarðasveit, fagmennska, leikskólinn, menntastofnun, þjónustustofnunÚtdráttur
Hlutverk leikskóla er margslungið og tekur mið af breytingum í samfélaginu hverju sinni. Á tímum heimsfaraldurs kom það vel í ljós hversu mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í samfélaginu. Á einni nóttu upplifðu leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla sig vera komin í framvarðasveit þar sem starfsemi leikskóla var haldið gangandi á óvissutímum, þó með vissum takmörkunum, og starfsfólk gat lítið varið sig fyrir veirunni. Markmið rannsóknarinnar sem hér er sagt frá var að skoða hvernig leikskólastjórar og deildarstjórar upplifðu samfélagsleg viðhorf til leikskóla í heimsfaraldrinum. Jafnframt var ætlunin að kanna hvernig stjórnendur leikskóla upplifðu hlutverk sitt í framvarðasveit og hvernig þekking þeirra og fagmennska nýttist í því hlutverki. Gögnum var safnað með 11 einstaklingsviðtölum við leikskólastjóra og deildarstjóra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að leikskólastjórnendur upplifðu starfsfólk leikskóla vera berskjaldaða framvarðasveit á tímum Covid-19. Einnig sýndu niðurstöður mikilvægi þess að halda fagmennsku leikskólakennara á lofti og gildi þess að hugað sé að hlutverki leikskólans sem menntastofnunar og að þjónustuhlutverk fyrir atvinnulífið yfirgnæfi það ekki
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Svava Björg Mörk, Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.