„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“:

Tvísýnleiki og upplifun leigjenda af íslenskum húsnæðismarkaði

Höfundar

  • Már Wolfgang Mixa
  • Kristín Loftsdóttir
  • Anna Lísa Rúnarsdóttir

Lykilorð:

Húsnæðismarkaður/leigumarkaður, Tvísýnleiki, Leigjendur, Heimili, Fordómar

Útdráttur

Hugtakið tvísýnleiki (e. precarity) hefur á síðustu árum verið notað í auknum mæli erlendis, m.a. til að lýsa viðkvæmri stöðu einstaklinga á leigumarkaði. Í slíku samhengi dregur hugtakið fram hvernig formgerðir samfélagsins gera stöðu sumra einstaklinga viðkvæma og undirstrikar mikilvægi þess að setja reynslu þeirra í vítt samhengi. Þessi grein fjallar um íslenskan leigumarkað og gagnsemi hugtaksins til þess að skýra hvort og hvernig uppbygging leigumarkaðarins síðastliðin ár skapar leigj[1]endum aðstæður sem einkennast oft af óöryggi. Teflt er saman megindlegum og eigindlegum gögnum, þ.e. tölfræðiupplýsingum um umfang og ástand leigumarkaðarins, sem og reynslusögum leigjenda sem safnað var með viðtölum árið 2020. Viðmælendur voru bæði Íslendingar og einstaklingar af erlendum uppruna búsettir á Íslandi. Bent er á að séreignastefna hefur löngum einkennt hérlendan húnæðismarkað og staða leigjenda er oft á margan hátt tvísýn.

Um höfund (biographies)

Már Wolfgang Mixa

Lektor við Háskólann í Reykjavík.

Kristín Loftsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Anna Lísa Rúnarsdóttir

Verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.10.2023

Hvernig skal vitna í

Mixa, M. W., Loftsdóttir, K., & Rúnarsdóttir, A. L. (2023). „Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“:: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda af íslenskum húsnæðismarkaði. Íslenska þjóðfélagið, 12(1), 87–104. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3879

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar