Fatlað fólk í hamförum

Höfundar

  • Kristín Björnsdóttir
  • Ásta Jóhannsdóttir

Lykilorð:

Fatlað fólk, hamfarir, samtvinnun, ableismi

Útdráttur

Fatlað fólk er í sérstaklega viðkvæmri stöðu þegar kemur að hamförum þar sem það er líklegra en annað fólk til að búa við fátækt og vera jaðarsett í samfélaginu. Þrátt fyrir þetta hefur fatlað fólk orðið útundan í allri umræðu um almannavarnir og hamfarir, bæði í rannsóknum og opinberri umræðu. Markmið þessarar greinar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að skoða áhrif hamfara á líf og aðstæður fatlaðs fólks og í öðru lagi að greina viðbragðsáætlanir almannavarna og leiðbeiningar í hamförum með tilliti til aðstæðna fatlaðs fólks. Loks er leitast við að túlka með hvaða hætti fötlun birtist í þessu samhengi. Ekki hefur verið fjallað um fatlað fólk og hamfarir áður í íslensku fræðasamfélagi. Er þessi grein liður í að vekja athygli á sérstökum aðstæðum fatlaðs fólks þegar ógn steðjar að samfélaginu og hvetja til frekari umfjöllunar á þessu sviði. Niðurstöðurnar benda til þess að samspil umhverfis og félagslegra þátta geti aukið alvarleika hamfara fyrir fatlað fólk og á rætur að rekja til abelískra viðmiða samfélagsins.

Um höfund (biographies)

Kristín Björnsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Ásta Jóhannsdóttir

Lektor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.10.2023

Hvernig skal vitna í

Björnsdóttir, K., & Jóhannsdóttir, Ásta. (2023). Fatlað fólk í hamförum. Íslenska þjóðfélagið, 12(1), 72–86. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3878

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)