Fatlað fólk í hamförum
Lykilorð:
Fatlað fólk, hamfarir, samtvinnun, ableismiÚtdráttur
Fatlað fólk er í sérstaklega viðkvæmri stöðu þegar kemur að hamförum þar sem það er líklegra en annað fólk til að búa við fátækt og vera jaðarsett í samfélaginu. Þrátt fyrir þetta hefur fatlað fólk orðið útundan í allri umræðu um almannavarnir og hamfarir, bæði í rannsóknum og opinberri umræðu. Markmið þessarar greinar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að skoða áhrif hamfara á líf og aðstæður fatlaðs fólks og í öðru lagi að greina viðbragðsáætlanir almannavarna og leiðbeiningar í hamförum með tilliti til aðstæðna fatlaðs fólks. Loks er leitast við að túlka með hvaða hætti fötlun birtist í þessu samhengi. Ekki hefur verið fjallað um fatlað fólk og hamfarir áður í íslensku fræðasamfélagi. Er þessi grein liður í að vekja athygli á sérstökum aðstæðum fatlaðs fólks þegar ógn steðjar að samfélaginu og hvetja til frekari umfjöllunar á þessu sviði. Niðurstöðurnar benda til þess að samspil umhverfis og félagslegra þátta geti aukið alvarleika hamfara fyrir fatlað fólk og á rætur að rekja til abelískra viðmiða samfélagsins.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).