Menn eiga að vera svolítið svona harðir:
Karlmennskuhugmyndir í lögreglunni og áhrif þeirra á tilfinningaúrvinnslu og einelti
Lykilorð:
Karlmennskuhugmyndir, lögregla, vinnumenning, tilfinningaúrvinnsla, eineltiÚtdráttur
Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta meðal starfandi lögreglumanna. Í greininni er fjallað um ráðandi karlmennskuhugmyndir í vinnumenningu lögreglunnar og þátt þeirra í að móta húmor, rými lögreglukarla til tilfinningaúrvinnslu og einelti. Greinin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var í samvinnu við embætti Ríkislögreglustjóra og hafði það að markmiði að fá innsýn í upplifun viðmælenda af vinnumenningu lögreglunnar. Tekin voru tíu viðtöl við jafnmarga karla í ýmsum starfsstigum lögreglunnar. Niðurstöðurnar benda til þess að ráðandi karlmennskuhugmyndir eigi þátt í að takmarka rými lögreglukarla til tilfinningaúrvinnslu eftir streituvekjandi atvik í starfi. Svartur húmor er gjarnan nýttur til tilfinningaúrvinnslu og þau formlegu úrræði sem eru til staðar innan lögreglunnar til slíkrar úrvinnslu eru ekki nýtt sem skyldi. Viðtekinn svartur húmor og þröngt skilgreindar hugmyndir um æskilega karlmennsku virðast jafnframt ýta undir einelti í vinnumenningu lögreglunnar.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).