Með hjartað í lúkunum eða buxunum

Um myndhvörf í spænskum og íslenskum orðasamböndum

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.10

Lykilorð:

hugræn fræði, samanburðarrannsókn, spænsk og íslensk orðasambönd

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um samanburðarrannsókn á orðasamböndum í spænsku og íslensku. Útgangspunktur rannsóknarinnar eru nokkrar grunnhugmyndir hugrænna málvísinda og merkingarfræði. Hér er notuð aðferð sem spænsku málvísindamennirnir Pamies og Iñesta (2000, 2002, Pamies 2001a) mótuðu til að flokka orðasambönd í ólíkum tungumálum út frá myndhvörfum með það fyrir augum að greina hvort þau væru algild eða ekki. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum af samanburði á orðasamböndum í spænsku og íslensku sem falla undir sviðin ÓTTI, HUNGUR og OFÁT. Meginniðurstaða samanburðarins er sú að sömu hugtaksmyndhvörf liggja að baki mörgum þeim íslensku og spænsku orðasamböndum sem rannsóknin náði til.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Svipaðar greinar

1-10 af 159

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.