Orðasambönd í tvímála orðabók milli íslensku og frönsku

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.8

Lykilorð:

Orðasambönd, tvímála orðabækur, íslensk-frönsk orðabók, orðabókafræði

Útdráttur

Orðasambönd á borð við að leggja árar í bát og leggja hönd á plóg gæða mál fólks lífi jafnt í ræðu og riti og endurspegla gjarnan menningu og staðhætti málsvæða. Ógagnsæ merking og festa orðasambanda gera það hins vegar að verkum að það getur verið erfitt fyrir erlenda málhafa að skilja þau eða tileinka sér þau. Því er nauðsynlegt að gera þeim góð skil í tvímála orðabókum sem eiga annars vegar að hjálpa notendum við að þýða/skilja texta á erlendu máli (L2>L1) og hins vegar að tjá sig á erlendu máli (L1>L2).

Í þessari grein er sjónum beint að föstum orðasamböndum í yfirfærðri merkingu í tvímála samhengi, einkum út frá framsetningu þeirra í nýrri íslensk-franskri veforðabók, Lexíu. Fjallað er um aðferðafræði og vinnulag ritstjórnar Lexíu við samanburð á föstum orðasamböndum í yfirfærðri merkingu í málunum tveimur með það að markmiði að finna orðasambönd í markmálinu, frönsku, sem hefðu merkingarlega samsvörun og samsvari sem best notkun íslensku orðasambandanna.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Svipaðar greinar

1-10 af 62

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.