Sætróma söngur, þekking, innantóm orð eða fiskifýla?
Um sírenur í örsögum
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.6Lykilorð:
örsögur, goðsögur, sírenur, Ódysseifur, textatengslÚtdráttur
Í örsagnaskrifum spænskumælandi höfunda hefur verið vinsælt að endurtúlka og endurrita gamla texta, meðal annars goðsagnir úr grísk-rómverskri hefð. Staðlaðar útleggingar eru teknar til bæna, fornar hetjur felldar af stalli sínum og nýjar túlkanir settar fram. Í greininni er sjónum beint að þessu samtali nútímahöfunda við hið liðna. Teknar eru fyrir örsögur um sírenur, sem tengjast goðsögninni um Ódysseif og sírenurnar eins og sagt er frá í kviðu Hómers, og birtingarmynd þeirra skoðuð gegnum mismunandi textatengsl. Einnig er varpað ljósi á hvernig höfundar hafa talast á og brugðist við sögum annarra höfunda um þetta efni. Sögurnar eru flestar eftir rithöfunda frá Argentínu og Mexíkó. Fyrsta örsagan er frá árinu 1917 og sú yngsta frá 2013.