Um Silvinu Ocampo
Lykilorð:
Silvina Ocampo, þýðingarÚtdráttur
Árið 1940 kom út bók í Argentínu sem átti eftir að njóta ómældra vinsælda í Rómönsku-Ameríku. Það var Antología de la literatura fantástica eða Úrvalsrit fantasíubókmennta. Í safninu eru sögur frá ólíkum tímabilum og heimshlutum, allt frá ævafornum kínverskum sögum til Edgars Allans Poe og Franz Kafka. Ritstjórar bókarinnar voru þrír: þau Silvina Ocampo, eiginmaður hennar Adolfo Bioy Casares, og vinur þeirra, Jorge Luis Borges. Öll höfðu þau brennandi áhuga á fantasíuforminu eins og átti eftir að koma fram í verkum þeirra þótt með ólíkum hætti væri.