Danííl Kharms og rússneska örsagan
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.10Lykilorð:
Danííl Kharms, rússneskar bókmenntir, framúrstefna, 20. öldin, örsögurÚtdráttur
Í Rússlandi er löng hefð fyrir útgáfu smásagna og nægir þar að nefna höfunda eins og Púshkín, Tsjekhov, Babel og Búnín. En örsagan hefur aldrei náð mikilli útbreiðslu þar. Fyrstur rússneskra höfunda til að semja örsögur telst vera Ívan Túrgenev (1818–1883) en hann er þó fyrst og fremst þekktur sem skáldsagnahöfundur. Danííl Kharms (1905–1942) er aftur á móti best þekktur sem framúrstefnulistamaður og höfundur örsagna, þótt hann hafi einnig samið ljóð og sögur fyrir börn. Hann er nú talinn vera fremstur þeirra höfunda sem skrifað hafa örsögur á rússnesku. Í greininni er ævi Kharms rakin í stuttu máli og síðan er fjallað um örsögur hans, stíl þeirra og þemu. Stíll hans er einfaldur en leynir á sér og oft er merking sagnanna dýpri en virðist við fyrstu sýn. Í örsögum sínum leitast Kharms við að sýna fram á fáránleika tilverunnar og notar til þess ýmsar aðferðir: ýkjur, úrdrátt, ósamkvæmni, rökleysu og kaldhæðni. Rökrétt framvinda, orsök og afleiðing, er yfirleitt víðs fjarri. Sumar sögur hans eru á heimspekilegum nótum, aðrar á pólitískum og enn aðrar eru umfram allt fjarstæðukenndar. Nokkur þýdd dæmi fylgja. Í lokin er fjallað stuttlega um útgáfusögu verka hans.