Þögn í launsátri
Um örstutt verk og það sem ekki er sagt
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.2Lykilorð:
örsögur, örverk, þögn, smásögur, kjarnyrðiÚtdráttur
Grein þessi fjallar um mikilvægi þagnarinnar í ritun örstuttra texta. Sagt er frá tilurð þessa ritforms í löndum Rómönsku Ameríku og helstu einkennum þess, síðan eru ýmis álitamál ritformsins tekin til umfjöllunar og lagt til að skilvirkasta leiðin til að skilgreina og rýna í þessi stuttu form sé gegnum þögnina sem þessir textar búa yfir. Hugtakið „örsaga“ er notað fyrir stutt verk sem byggja á frásögn en „örtexti“ fyrir verk án frásagnar. Þá er fjallað um hvernig þögninni er beitt á mismunandi hátt. Einnig er gerður samanburður á örsögum og smásögum og skoðað hvernig þögnin birtist í þeim með ólíkum hætti. Að lokum eru þessir stuttu textar bornir saman við kjarnyrði og komist að þeirri niðurstöðu að þögn sígildra kjarnyrða og örtuttra verka sé ólík en að í ritun nútímakjarnyrða skarist þessi form.