Verschollen, wiedergefunden und missverstanden
Ein Reisebericht aus Island, vermeintliche Tagebücher und andere Manuskripte im Nachlass von J.C. Poestion
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.15.2.7Lykilorð:
J.C. Poestion, einkaskjalasafn, ferðabók, ferðadagbók, handrit, rithönd, skriftÚtdráttur
Týnd, fundin og misskilin. Ferðabók um Ísland, meintar dagbækur og önnur handrit í einkaskjalasafni Jósefs Calasanz PoestionAusturríkismaðurinn Jósef Calasanz Poestion (1853–1922) var þýðandi og sérfræðingur í íslenskri menningarsögu og samtímabókmenntum. Sumarið 1906 var hann heiðursgestur á Íslandi og ferðaðist um landið. Í kjölfarið samdi hann handrit að ferðabók sem honum tókst ekki að ljúka og birta áður en hann féll frá.
Í greininni er þetta handrit skoðað í tvennu tilliti: í samhengi við einkaskjalasafn Poestions og með útgáfu fyrir nútímalesendur í huga. Einkaskjalasafn fræðimannsins samanstóð af ýmsum óútgefnum handritum, bréfum, útdráttum, þýðingum o.fl. Stuttu eftir andlát hans var ákveðið að skipta skjalasafninu niður og dreifa til ýmissa aðila á Íslandi og í Austurríki. Í greininni er saga þessara gagna rakin og greint frá því hvort og hvar þau eru aðgengileg. Lýst er hvernig samanburður á nokkrum handritum hjálpar við að túlka texta og átta sig á vinnuferli höfundar og samvinnu hans við aðra aðila, einkum ritara. Meðal annars er langvarandi misskilningur um tilvist ferðadagbókar Poestions frá Íslandi leiðréttur. Í lokin er farið yfir einkenni handritsins svo sem byggingu, rithönd, skrift, frágang o.fl. og metið hvernig hægt væri að búa það þannig undir prentun að það gagnaðist fræðasamfélaginu og öðrum lesendum.