Hvordan, hvor meget og hvorfor tilpasser danskere i Norge sig sprogligt til norsk? Hovedresultater fra en sproglig undersøgelse vist ved brug af korrespondanceanalyse..

Höfundar

  • Randi Benedikte Brodersen

Útdráttur

Í greininni kynni ég meginniðurstöður úr rannsókn minni á aðlögun tungumáls Dana í noregi, í Björgvin, Kristjánssandi og Osló. Ég kynni líka ny?ja aðferð í félagsmálvísindum, hnitunargreiningu (e. Correspondence Analysis). Þessi aðferð var notuð af franska félagsfræðingnum Pierre Bourdieu og er þekkt vegna greininga hans á frönsku þjóðfélagi. Hnitunargreining er einstök, sveigjanleg, dy?namísk og heildræn aðferð sem nota má við hvers konar rannsóknir. greining mín sny?r að orðaforða og framburði og félagslegum einkennum 49 Dana. Hún sy?nir 1) að aðlögun á þessum tveimur sviðum helst nokkuð í hendur, 2) að aðlögun í orðaforða er tiltölulega takmörkuð: minna en 5% af u.þ.b. 3900 orða orðaforða hvers málhafa er norskur og framburðaraðlögun (með tilliti til sérhljóðans a) er tiltölulega umfangsmikil: allt að 67%, því margir Danir aðlaga sig frekar í orðaforða en framburði og breytileiki í aðlögun er mikill. greining mín sy?nir að þjóðfélagsleg staða, fjöldi ára í noregi og landfræðileg búseta eru veigamiklir þættir. undrun sætir að kyn og sjálfsmynd virðast ekki vera mikilvægir þættir. Áhugaverðast er þó flækjustig og breytileiki aðlögunarinnar og samspil samverkandi þátta sem hnitunar - greining mín afhjúpar.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Aðrar greinar