Með Víkingum við Volgubakka: ferðabók Ibn Fadlan

Höfundar

  • Þórir Jónsson Hraundal

Útdráttur

Hinn 21. júní árið 921 lagði Ahmad ibn Fadlan ásamt föruneyti af stað í langferð frá hirð kalífans Al-Muqtadir í Bagdad. Áfangastaðurinn var ríki hinna svokölluðu Volgu-Búlgara á bökkum Volgu, nærri þeim stað þar sem borgin Kazan stendur nú.1 Nokkru áður hafði kalífanum borist bréf frá konungi þeirra sem óskaði eftir fjárstuðningi til að byggja varnir gegn herskáum nágrönnum sínum, og fræðslu um íslamska siði. Volgu-Búlgarar höfðu tekið íslamstrú nokkru áður, sennilega um 900. Aðdragandann að því má líklega rekja til stóraukinnar verslunar milli þeirra og veldis múslíma í suðri, ekki síst fyrir milligöngu Samanída í Khwarazm í Mið-Asíu sem áttu höfuðból sitt í borginni Bukhara.

Niðurhal

Útgefið

2020-10-01

Tölublað

Kafli

Þýðingar