Orðastæður í tungumálakennslu og námi

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.9

Lykilorð:

orðastæður, íslenska, nám og kennsla L2, spænska, samanburðarmálvísindi

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um rannsóknir sem tengjast kennslu og tileinkun á orðastæðum. Orðastæður eru sambönd orða sem saman mynda ákveðna merkingu. Orðastæður skiptast í tvo orðsliði: annars vegar er kjarnaliður, sem er grunnur í merkingu orðastæðunnar, og hins vegar er það stoðliður sem er útvalið fylgdarorð. Merking orðastæðna er alla jafna gagnsæ (fara í gönguferð, úrhellis rigning) en erlendum málhöfum getur þó reynst erfitt að henda reiður á því hvaða skorður þeim eru settar. Fyrst eru reifaðar helstu umfjallanir um orðastæður í íslensku, einkum er litið til þess sem Jón Hilmar Jónsson, Oddný G. Sverrisdóttir, Erla Hallsteinsdóttir og Rósa Elín Davíðsdóttir hafa fjallað um í þessu tilliti. Þá er sjónum beint að ákveðnum þáttum í engilsaxneskum og spænskum málheimi. Meðal annars er gerð grein fyrir þáttum sem lúta að þeim erfiðleikum sem málanemendur standa frammi fyrir í tileinkun orðastæðna í erlenda málinu, orðasambandahæfni í tileinkun fastra orðasambanda, orðabækur og námsefni. Að lokum er í stuttu máli fjallað um nokkrar kannanir sem gætu nýst í rannsóknum á íslenskum vettvangi en fjöldi þeirra sem leggja stund á íslensku sem erlent mál hefur aukist undanfarið og þá hefur íslenska málheildin IceL2MC verið gerð aðgengileg sem auðveldar rannsóknir á þessum vettvangi.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Svipaðar greinar

1-10 af 163

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.