Orð til taks: Af eiginleikum og flokkum fastra orðasambanda
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.3Útdráttur
Meginmarkmið þessarar greinar er að gera skil því sviði málvísinda sem hefur föst orðasambönd að viðfangsefni. Umfjöllun um föst orðasambönd, flokkun þeirra og eiginleika, er gróskumikil meðal erlendra fræðimanna. Hér á landi hafa komið út viðamikil verk og uppflettirit sem fjalla um ýmsar tegundir fastra orðasambanda, svo sem málshætti, orðtök og orðastæður, skýra uppruna þeirra og málsögulega þróun og/eða gefa notkunarleiðbeiningar og dæmi. Rit þeirra Jóns G. Friðjónssonar, Mergur málsins og Rætur málsins, og Jóns Hilmars Jónssonar, Orðastaður, Orðaheimur, Stóra orðabókin um íslenska málnotkun og Orðasambandaskrá á vefsvæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, eru þrekvirki sem gera föstum orðasamböndum rækileg skil, að ógleymdum merkum verkum þeirra Sölva Sveinssonar og Halldórs Halldórssonar. Í þessum ritum, sem hafa ótvírætt hagnýtt gildi fyrir málnotendur, má finna fjölda dæma um orðasambönd og ítarlegar skýringar við ákveðnar tegundir þeirra. Af þeim sökum eru þau ómissandi fyrir alla sem fást við rannsóknir á íslenskum orðasamböndum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Oddný Guðrún Sverrisdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).