Föst orðasambönd í tungumálakennslu

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.7

Lykilorð:

Orðasambönd, orðaforði, tungumálakennsla, þýska, gagnvirt námsefni

Útdráttur

Að auka þekkingu nemenda á orðaforða og hæfni þeirra í að nota orð og orðasambönd eru mikilvæg markmið kennslu í erlendum tungumálum. Í kennslufræði erlendra tungumála og í námsefni er oft lögð mest áhersla á stök orð á meðan föst orðasambönd sitja á hakanum. Þessi grein fjallar um kennslu fastra orðasambanda í erlendum tungumálum. Eftir stutta skilgreiningu á föstum orðasamböndum og lýsingu á ytri og innri áhrifaþáttum í kennslu orðasambanda er gerð grein fyrir kenningum um kennslu orðasambanda í rannsóknum á þýsku sem erlendu tungumáli og almennum kenningum um tungumálakennslu með áherslu á fjöltyngi og verkefnismiðun.

Greinin byggir að miklu leiti á rannsóknum og vinnu við þróun á gagnvirku námsefni fyrir þýsku sem erlent tungumál með fjöltyngdri nálgun sem felst í að læra þýsk orðasambönd með því að styðjast við jafngild orðasambönd í ensku. Námsefnið var unnið í Erasmus+ verkefninu Plurilingual Phraseology: Learning multiword units through English (www.phraseolab.org).

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Svipaðar greinar

1-10 af 38

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.