„Organsláttur lífsins“ og blístur almættisins
Organistinn og séra Jón Prímus í taóísku ljósi
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.15.1.5Lykilorð:
Halldór Laxness, Kristinhald undir Jökli, Atómstöðin, íslensk bókmenntasaga, taóismi/daoismiÚtdráttur
Víða á höfundarferli Halldórs Laxness má greina áhrif frá Bókinni um veginn, en meðal skáldsagnapersóna sem mótast að töluverðu leyti af taóisma eru organistinn í Atómstöðinni (1948) og séra Jón Prímus í Kristnihaldi undir Jökli (1968). Á ýmsan hátt lifa organistinn og séra Jón Prímus í anda hinna taóísku spekinga; þeir eru einsetu- og meinlætamenn sem hafa dregið sig út úr „skarkala heimsins“ og lifa í samræmi við boðskap Bókarinnar um veginn um dygðugt aðgerðaleysi. Þá samræmist náttúrusýn þeirra hugmyndum taóismans um hið eilífa ferli veraldarinnar sem allar verur umbreytast innan. Orðræða organistans um „blómin ófeigu“ á sér einkum hliðstæðu í náttúruhugmyndum taóismans og sú skoðun séra Jóns Prímusar að almættinu megi finna „sæti hvar sem er; í hverju sem er“ kallast á við skilning Bókarinnar um veginn á hugtakinu „dao“. Áhrifa frá taóismanum gætir einnig í stjórnleysishugmyndum organistans, en þær fela oftar en ekki í sér róttæka gagnrýni á hið borgaralega siðgæði. Þá á friðar- og samkomulagshugsjón séra Jóns Prímusar hljómgrunn í taóismanum og boðskap Bókarinnar um veginn gegn stríði og græðgi. Organistinn og séra Jón Prímus tala hvor fyrir sínum pólitíska málstað í Atómstöðinni og Kristnihaldi undir Jökli en lífssýn sína boða þeir fyrst og fremst með óbilandi umburðarlyndi og hinni taóísku hugmynd um „dygð án dygða“.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Kristín Nanna Einarsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).