„yfirstöplun […] heilagra vébanda“

Um daóisma, samfélag og endurnýjun frásagnarinnar í fáeinum verkum Halldórs Laxness

Höfundar

  • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir Háskóli Íslands - Íslensku- og menningardeild

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.15.1.3

Útdráttur

Í greininni er fjallað um hvernig Halldór Laxness nýtir kynni sín af einum anga heimsmenningarinnar, austrænum fræðum, um miðbik síðustu aldar. Þá umbyltir hann eigin skáldskaparaðferðum og miðar þær við að virkja lesendur jafnframt því sem hann rýnir í samfélagsmál, ekki síst til að draga fram veikleika kapítalískrar samfélagsgerðar. Sjónum er beint að daóismanum öðru fremur og leitast við að leiða rök að því að Halldór hafi ekki aðeins kynnst honum við lestur Bókarinnar um veginn heldur hafi hann þekkt til skrifa heimspekingsins Zhuangzis. Einnig er vikið að kvikmyndaleikstjóranum Sergei Eisenstein, sem einhvers konar samnefnara allra þeirra höfunda og listamanna sem sóttu til austrænna fræða á fyrri hluta tuttugustu aldar. Sýnt er að áþekkar aðferðir megi sjá í verkum hans og Halldórs. Loks er drepið á hugmynd Konfúsíusar um „leiðréttingu nafna“ og tíndur til vitnisburður um hvernig Halldór vinnur með hana; þá er í einu tilviki bent á hugsanleg tengsl við skrif Stefans Zweig. Dæmin eru einkum tekin úr Brekkukotsannál en í umræðu um „leiðréttingu nafna“ einnig úr Gerplu og Atómstöðinni.

Niðurhal

Útgefið

2025-02-24