„Kveiking frá hugskoti“

Taóisminn í meðförum Halldórs Laxness

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.15.1.4

Lykilorð:

Halldór Laxness, taóismi, Taóteking, Kína, vald, viska

Útdráttur

Greinin fjallar um skilning og skáldlega umtúlkun Halldórs Laxness á taóismanum sem hann kynntist aðallega í gegnum einn klassískan texta, Taóteking, eða Bókina um veginn, eins og hún er oftast kölluð á íslensku. Fyrst eru í stuttu máli teknar saman niðurstöður nýlegra rannsókna á taóismanum sem nú virðist miklu flóknara og þýðingarmeira fyrirbæri en Halldóri og hans kynslóð var ljóst. Síðan eru ritgerðir og ritdómar Halldórs athugaðar nánar og grein gerð fyrir helstu nálgunum hans að Taóteking; þær reynast breytilegar og misvísandi. Í greininni gefst ekki rými til að rekja slóð taóismans í skáldsögum Halldórs, en henni lýkur með stuttri umfjöllun um eina textann sem gerir taóismann að söguefni, smásöguna „Temúdsjín snýr heim.” Kjarni hennar er hugleiðing um það þverstæðukennda samspil valds og visku sem þegar hafði komist á dagskrá í klassískri kínverskri heimspeki. Halldór uppgötvar það vandamál eftir eigin leiðum.

Niðurhal

Útgefið

2025-02-24