Um dönskukunnáttu Íslendinga á nítjándu öld.

Höfundar

  • Auður Hauksdóttir

Lykilorð:

Danish in Iceland, Danish influence, proficiency in Danish, national identity, attitudes toward Danish language

Útdráttur

Á nítjándu öld gætti töluverðra danskra áhrifa á Íslandi. Dönsk tunga var notuð í samskiptum við Dani og hún gegndi einnig mikil­vægu hlut­verki innan stjórnsýslunnar. Með móðurmálsvæðingu skóla­­­kerfis­ins í Danmörku varð dönskukunnátta nauðsynleg þeim sem sóttu þang­­­­að menntun. Margir áttu í erfiðleikum með að skilja og tala dönsku og því var dönskukennsla efld í Lærða skólanum.

Á helstu verslunarstöðum, einkum í Reykjavík, gerðu Danir sig gild­­­andi og dönsk menning og tunga setti svip á mannlífið og sam­skipti. Í því fólust tækifæri fyrir Íslendinga til dönskunáms. Sumir voru hallir undir danskt vald og samsömuðu sig dönsk-íslensku elít­unni, og var ein táknmynd þess að slá um sig með dönsku og sletta á málinu. Veraldlegir samtímatextar á íslensku voru af skorn­um skammti og því lærðu margir dönsku af sjálfsdáðum til að geta lesið bók­menntaverk, blöð og tímarit. 

Danska var kennslugrein í Lærða skólanum og þegar nýir skólar komu til sögunnar undir lok aldarinnar var danska þar meðal kennslu­­­­­­­greina, auk þess sem stór hluti námsefnis í öðrum greinum var á dönsku. Málfræði- og þýðingaraðferðin var ráðandi í dönsku­kennsl­­­unni og hún hentaði vel til að kenna lestur og ritun, en síður til að kenna nemendum að skilja og tala málið. Ætla má að margir Íslend­ingar hafi búið yfir góðri lestrarfærni, en að fáir hafi haft danskt talmál á valdi sínu, síst þeir sem bjuggu til sveita þar sem lítil samskipti voru við Dani.

Lykilorð: danska á Íslandi, dönsk áhrif, dönskukunnátta, þjóðernis­vitund, viðhorf til danskrar tungu

Niðurhal

Útgefið

2015-04-24

Tölublað

Kafli

Greinar