Halldór Kiljan Laxness, daoisminn og dulspeki

Höfundar

  • Pétur Pétursson Háskóli Íslands

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.15.1.8

Lykilorð:

Halldór Laxness, daoismi, Max Weber, dulspeki, Bókin um veginn

Útdráttur

Grein þessi dregur fram þau daoísku áhrif sem birtast í nokkrum þekktum skáldsagnapersónum úr höfundarverki Halldórs Kiljan Laxness. Góður vinur hans og stuðningsmaður, sem jafnframt var guðspekingur, mun hafa lánað honum grundvallarrit daoismans, Daodejing, eftir kínverska vitringinn Lao-tse sem á íslensku er kunnast sem Bókin um veginn og kom fyrst út árið 1921. Halldór skrifaði að hann hafi engri bók unnað jafn mikið í lífinu. Þýski félagsfræðingurinn Max Weber setti fram þá kenningu að trúarbrögð heims bjóði með beinum eða óbeinum hætti upp á ólíkar leiðir til frelsunar: þau höfði ýmist til þessa heims eða handanheims með ástundun dulhyggju eða meinlætalifnaðar. Í samræmi við þessa flokkun Webers tel ég að rétt væri að lýsa daoisma eins og hann var túlkaður af guðspekingum á Vesturlöndum sem „innanheims dulhyggju“. Helstu einkenni hans eru afstæðishyggja, andstaða við valdboðsstefnu, umburðarlyndi, friðarstefna, óvirkni, kyrrlæti og mjúklyndi. Á lífshlaupi sínu hneigðist Laxness til að vera hrifnæmur fyrir hugmyndafræði sem réttlætti valdboð í ýmsum myndum, þá sér í lagi hina rómversk-kaþólsku kirkju og stalínisma. Kenning mín er sú að hin daoíska sýn hafi mildað mjög áhrifin af gildum og viðhorfum valdboðsstefnunnar og stuðlað að auknu jafnvægi skáldsagnarpersóna hans sem þar með féllu í kramið hjá lesendum hans og gerðu hann í raun að þeim rithöfundi sem hann var. Þannig mætti líta á viðhorf daoismans og valdboðsstefnunnar sem nokkurs konar samstillingu yin og yang í höfundarverki hans

Um höfund (biography)

  • Pétur Pétursson, Háskóli Íslands

    Pétur Pétursson (f. 1950) lauk BA-prófi í þjóðfélagsfræði frá HÍ 1973 og doktorsprófi í félagsfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð og DD, Dr í guðfræði frá sama skóla 1990. Hann var lektor og prófessor í félagsfræði við HÍ 1990 og prófessor í kennimannlegri guðfræði við HÍ 1993. Prófessor emerítus frá 2020.

Niðurhal

Útgefið

2025-02-24