Um fiðlukenndan róm og annarlegan söng hins dreymna austræna vitrings
Rabindranath Tagore á Íslandi
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.15.1.6Lykilorð:
Rabindranath Tagore, heimsbókmenntir, eftirlendufræði, þýðingafræði, prósaljóðÚtdráttur
Í greininni er fjallað um viðtökur á verkum bengalska skáldsins Rabindranaths Tagore á Íslandi. Í fyrsta lagi er tekið saman yfirlit um útgefnar þýðingar á verkum Tagores, einkum á tímabilinu frá 1913 til 1941, þegar umræður um verkin eru áberandi í íslenskum tímaritum. Í öðru lagi er rýnt í greinaskrif um skáldið hér á landi, í því skyni að greina stöðu og hlutverk verkanna innan íslensks menningarvettvangs. Í þriðja lagi er hugað að vestrænum viðtökum og þýðingum á verkum skáldsins í víðara samhengi og leitast við að varpa ljósi á þær óríentalísku hugmyndir sem móta ímynd Tagores sem spekings eða spámanns úr austri. Í fjórða lagi er kannað með hvaða hætti viðtökurnar tengdust þeirri víðtækari bylgju andlegra strauma úr austri sem gekk yfir íslenskt menningarlíf á þessum tíma og sjónum beint að hlutverki Ljóðfórna og annarra verka Tagores á mótunarárum ljóðrænna prósabókmennta á íslensku. Í því samhengi er horft sérstaklega til skrifa Halldórs Laxness um þann skáldskap sem hann kenndi við „tagórastílinn“ í íslenskum bókmenntum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Benedikt Hjartarson

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).