Hvað er eftir af söguhetjunni Brandi í röddum Pé-turs og Brands. Rannsókn á þýðingum úr sænsku á frönsku
Lykilorð:
sænskar barnabókmenntir, þýðingar, franskar barnabókmenntir, röddÚtdráttur
Sven Nordqvist er höfundur sígildra barnabóka í Svíþjóð og myndskreytir eigin bækur. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín bæði í Svíþjóð og Evrópu. Þekktustu sögupersónur hans eru Pettson og kötturinn Findus (ísl. Pétur og kötturinn Brandur), sem komu fyrst fram í bók eftir hann árið 1984. Tíu bækur eru í þessari ritröð, sú síðasta kom út árið 2012. Í Frakklandi hafa átta bækur verið birtar undir heitinu Les Aventures de Pettson et Picpus, sú síðasta kom út árið 2014. Ólíkir þýðendur hafa annast þýðingarnar og ritröðin virðist hafa eignast tryggan lesendahóp og skapað sér sess í franska bókmenntaheiminum.
Í þessari grein er sjónum beint að lýsingum á kettinum Findusi/Picpus í frönskum þýðingum á sænskum bókaflokki, einkum framsetningu á tali Pettsons og Picpusar. Í því sambandi er hugtakið „rödd“ notað. Rannsóknin leiðir í ljós að kötturinn er aðlagaður að franskri menningu og það stafar líklega af því að textarnir eru ætlaðir börnum yngri en sjö ára. Ef þessir tveir textar eru lesnir samhliða má segja að rödd þýðanda heyrist skýrt í franska textanum og að upphafleg rödd Findusar dofni.
Lykilorð: sænskar barnabókmenntir, þýðingar, franskar barnabókmenntir, rödd