Við höfum námskrár en við notum þær ekki

Höfundar

  • Brynhildur Anna Ragnarsdóttir
  • Þórhildur Oddsdóttir

Lykilorð:

Námskrá, kennslufræði, Evrópuramminn (CEFR), danska, norrænt samstarf, yfirvöld menntamála, námsefni í erlendum tungumálum

Útdráttur

Greininni er ætlað að vekja athygli á ýmsu sem einkennir sögu dönskunnar sem faggreinar í skyldunámi í íslenska skólakerfinu og hlut menntamálayfirvalda í því ferli. Sagan birtist í námskrám, námsefni, efnisvali, kennslufræðilegum áherslum og mistraustu baklandi. Fram kemur í námskrám að dönskunám er Íslendingum nauðsyn til að geta verið virkir þátttakendur í norrænu samstarfi og á norrænum
vettvangi. Í öllum sex námskránum eru ákvæði um að leggja skuli áherslu á að nemendur venjist við mælt mál á dönsku og fái þjálfun í að tala hana. Þessir tveir þættir eru endurteknir í öllum námskrám en tengsl við þá eru lítt sýnileg í námsefni. Sama má segja um þær kennslufræðilegu áherslur sem fram koma í námskrám, en líkur eru á að námsgögn sem ekki sækja fræðilegan styrk í námskrá vinni gegn framþróun í kennslu. Óbeinar væntingar til kennara í námskrá um hæfni til að halda úti kennslu á dönsku eru í mótsögn við mjög ólíkan bakgrunn þeirra í faginu og beinir sjónum að brothættu baklandi sem er langt frá því sem kennarar ættu að þurfa að sætta sig við. Þrátt fyrir aukið aðgengi að dönsku menningar- og málumhverfi virðist staða fagsins því miður ekki vera sú sem hún gæti verið.


Lykilorð: Námskrá, kennslufræði, Evrópuramminn (CEFR), danska, norrænt samstarf, yfirvöld menntamála, námsefni í erlendum tungumálum

Niðurhal

Útgefið

2022-12-28