Skilningur heyrnarlausra á táknmáli.
Útdráttur
Í þessari grein fjallar höfundur um hvernig heyrnarlaus spænsk ungmenni standa höllum fæti í skólakerfinu þrátt fyrir gildandi lög um jafnrétti þeirra til náms og rétt þeirra til túlkunar. Hún beinir sjónum að skipulagi túlkanáms, þjálfun túlka, gæðum túlkunar og áhrifum túlkunar á árangur nemenda á mismunandi skólastigum. Höfundur vísar í fjölda rannsókna þegar hún fjallar sérstaklega um nám á háskólastigi og ber saman aðstæður heyrandi og heyrnarlausra nemenda á mismunandi fræðasviðum. Hún staðfestir að túlkun ein og sér tryggi ekki jafnt aðgengi að gæðum og gögnum samfélagsins – í þessu tilfelli að upply?singum, þekkingu og menntun.
Lykilorð: táknmál, Spánn, heyrnarlausir, heyrandi, háskólanám