„Rödd rökhyggju og skynsemi í öllu“

Lýðræðislegt gildi háskóla frá sjónarhóli háskólakennara

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.16

Lykilorð:

háskólar, lýðræðislegt gildi háskóla, háskólakennarar, lýðræðisógnir

Útdráttur

Yfirlýsing Magna Charta Universitatum árið 2020 minnir á mikilvægi þess að háskólar standi vörð um lýðræðisleg gildi. Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að afla vitneskju meðal háskólakennara um birtingarmyndir lýðræðislegs gildis háskóla. Hugtakalíkan var nýtt við greiningu viðtalsgagna til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Í máli viðmælenda kom fram að þekkingarsköpun í háskólum leiddi til siðferðilega ábyrgari ákvarðana og stuðlaði að þjóðfélagsumræðu sem styddist við hlutlæg sannindi. Fram kom að mótun lýðræðishæfni og lýðræðismenningar fælist í ræktun gagnrýninnar hugsunar, lýðræðislegra viðhorfa og þátttöku. Framlag háskóla til íslensks lýðræðis var talið felast í sérfræðimenntun, álitsgjöf og borgaralegri þátttöku háskólafólks, sem og hlutlausum samræðuvettvangi. Bent var á háskóla sem vettvang tjáningarfrelsis, tilrauna og málefnalegrar umræðu. Lýðræðislegt stjórnskipulag og starfshættir voru taldir verðmætir þættir í starfi háskóla en ýjað að því að jafningjastjórnunin væri frekar í orði en á borði. Í niðurstöðunum felast vísbendingar sem nýta má í stefnumörkun og frekari rannsóknum á lýðræðislegu gildi háskóla.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biographies)

  • Anna Ólafsdóttir, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

    Anna Ólafsdóttir (anno@unak.is) er dósent við Háskólann á Akureyri. Hún lauk B.Ed.- gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1983, meistaragráðu 2003 frá sama skóla og doktorsprófi í menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún hefur gegnt akademískri stöðu við Háskólann á Akureyri frá árinu 2004. Rannsóknir Önnu hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla.

  • Sigurður Kristinsson, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

    Sigurður Kristinsson (sigkr@unak.is) er prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Hann lauk BA-prófi í heimspeki og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1989 og doktorsprófi í heimspeki frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1996. Helstu rannsóknarsvið hans eru almenn og hagnýtt siðfræði, fagmennska og siðfræði starfsgreina, ásamt rannsóknum á samfélagslegu og lýðræðislegu hlutverki háskóla.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-31