„Rödd rökhyggju og skynsemi í öllu“
Lýðræðislegt gildi háskóla frá sjónarhóli háskólakennara
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.16Lykilorð:
háskólar, lýðræðislegt gildi háskóla, háskólakennarar, lýðræðisógnirÚtdráttur
Yfirlýsing Magna Charta Universitatum árið 2020 minnir á mikilvægi þess að háskólar standi vörð um lýðræðisleg gildi. Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að afla vitneskju meðal háskólakennara um birtingarmyndir lýðræðislegs gildis háskóla. Hugtakalíkan var nýtt við greiningu viðtalsgagna til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Í máli viðmælenda kom fram að þekkingarsköpun í háskólum leiddi til siðferðilega ábyrgari ákvarðana og stuðlaði að þjóðfélagsumræðu sem styddist við hlutlæg sannindi. Fram kom að mótun lýðræðishæfni og lýðræðismenningar fælist í ræktun gagnrýninnar hugsunar, lýðræðislegra viðhorfa og þátttöku. Framlag háskóla til íslensks lýðræðis var talið felast í sérfræðimenntun, álitsgjöf og borgaralegri þátttöku háskólafólks, sem og hlutlausum samræðuvettvangi. Bent var á háskóla sem vettvang tjáningarfrelsis, tilrauna og málefnalegrar umræðu. Lýðræðislegt stjórnskipulag og starfshættir voru taldir verðmætir þættir í starfi háskóla en ýjað að því að jafningjastjórnunin væri frekar í orði en á borði. Í niðurstöðunum felast vísbendingar sem nýta má í stefnumörkun og frekari rannsóknum á lýðræðislegu gildi háskóla.
##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Anna Ólafsdóttir, Sigurður Kristinsson

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License.