Aðdragandi, tilurð og inntak íslenskrar löggjafar um lýðskóla

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.12

Lykilorð:

lýðháskóli, lýðskóli, Grundtvig, löggjöf um lýðháskóla, íslensk lög um lýðskóla

Útdráttur

Um miðja nítjándu öld komu fram í Danmörku hugmyndir um annars konar nám en hefðbundið bóknám fyrir ungmenni landsins. Á grunni þeirra voru stofnaðir skólar í Danmörku sem nefndir voru lýðháskólar. Breiddust þeir hratt út á Norðurlöndum en festu ekki rætur á Íslandi með sama hætti. Samt sem áður hefur hugmyndafræði lýðháskólanna lifað hér á landi. Hafa tveir skólar verið stofnaðir á grunni hennar á undanförnum árum og sumarið 2019 gengu í gildi hér á landi lög um lýðskóla. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á aðdraganda, tilurð og inntak laganna. Fjallað er um hugmyndafræðilegan bakgrunn og sögu lýðháskólanna og gerð grein fyrir lögum sem um þá gilda í Noregi og Danmörku. Helstu ályktanir höfunda eru þær að lög um lýðskóla á Íslandi marki tímamót því með þeim fá skólarnir formlega lagalega viðurkenningu að uppfylltum skilyrðum. Á hinn bóginn geti það skapað rekstrarlega óvissu að opinber stuðningur til þeirra skuli ekki vera tryggður með lögum.

Um höfund (biographies)

Júlí Ósk Antonsdóttir, Háskólinn á Akureyri

Júlí Ósk Antonsdóttir (juliosk@unak.is) er aðjunkt við lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2008. Hún var fengin til að koma að vinnu við frumvarp til laga um lýðskóla.

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, Háskólinn á Akureyri

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir (ret@unak.is) er lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands árið 1992 og LL.M.-gráðu frá Háskólanum í Edinborg árið 1995. Ragnheiður Elfa var fengin til að koma að vinnu við frumvarp til laga um lýðskóla.

Anna Ólafsdóttir, Háskólinn á Akureyri

Anna Ólafsdóttir (anno@unak.is) er dósent við Háskólann á Akureyri. Hún er með B.Ed.- gráðu (1983) og meistaragráðu (2003) frá Kennaraháskóla Íslands og lauk doktorsprófi í menntavísindum frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún hefur starfað við grunnskóla, tónlistarskóla, tölvuskóla og í fullorðinsfræðslu en í þeirri fræðslu var í megindráttum byggt á hugmyndafræði lýðháskóla hvað varðaði inntak og fyrirkomulag námsins.

Niðurhal

Útgefið

2022-01-07

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar