Barnstýrðir matmálstímar „...nú má maður setjast bara einhvers staðar.“

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2023.10

Lykilorð:

matmálstímar, húmor barna, veruháttur, valdefling, rammaskilyrði, Reggio Emilia

Útdráttur

Matmálstímar í flestum leikskólum hafa að mestu verið óbreyttir í allmarga áratugi. Haustið 2012 ákvað leikskólinn Aðalþing að fara af stað með nýja nálgun við matmálstíma barna eldri en þriggja ára, með það að markmiði að valdefla börn. Hún fólst í barnstýrðum matmálstímum í sérstakri Matstofu. Annar greinarhöfunda leiddi innleiðingu verkefnisins og skráði það reglulega frá 2012–2020, aðallega með myndbandsskráningum og eru þau gögn grundvöllur þessarar rannsóknar.

Skoðuð eru skilyrði sem voru til staðar við þróun Matstofu í Aðalþingi. Bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á hugmynd um rammaskilyrði sem og kenningum um veruhátt og valdeflingu. Gagnlegt reyndist að nota hugtakið rammaskilyrði til að rýna í matmálstíma, meðal annars til að skoða það sem var á valdi kennara að breyta og þess sem börnin höfðu sjálf vald yfir. Barnstýrðir matmálstímar hafa ekki verið mikið rannsakaðir og þessi rannsókn er því framlag til þess. Niðurstöður sýndu að börn voru lausnamiðuð og getumikil, þau réðu við aðstæður og umræður á eigin forsendum. Fram kom að hið nýja form stuðlaði að valdeflingu barna, sameiginlegur veruháttur varð til, sem meðal annars kom fram í matarsmekk, húmor og umræðum.

Um höfund (biographies)

Kristín Dýrfjörð, Háskólinn á Akureyri - Kennaradeild

Kristín Dýrfjörð (dyr@unak.is) er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Kristín starfaði sem leikskólastjóri í um áratug og var virk í félagsstörfum fyrir Félag leikskólakennara. Rannsóknir hennar snúa að lýðræði, vinnuaðstæðum og skapandi starfi í leikskólum ásamt áhrifum stefnumótunar og hugmyndafræði á leikskólastarf.

Guðrún Alda Harðardóttir

Guðrún Alda Harðardóttir (gudrunalda@sigalda.is) lauk doktorsprófi 2014 frá Háskóla Íslands og M.Ed.-prófi 1998, leikskólakennaranámi 1985 og námi í fræðslustjórnun 1992. Guðrún Alda hefur starfað sem leikskólastjóri, leikskólaráðgjafi, pedagógista, formaður Félags leikskólakennara og dósent við Háskólann á Akureyri. Hún hefur setið í opinberum nefndum um leikskólastarf í Svíþjóð og Noregi, einnig í nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins. Guðrún Alda rak leikskólann Aðalþing 2009– 2022. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um leikskólastarf, námstækifæri barna, valdeflingu barna og leikskólastarf í anda Reggio Emilia.

Niðurhal

Útgefið

2023-05-17

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar