Forysta sem samstarfsverkefni: Áhersla skólastjóra á valddreifingu og samstarf

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2019.14

Lykilorð:

skólastjórar, grunnskólar, dreifð forysta, kennaraforysta

Útdráttur

Í nútímakenningum um skólastjórnun er kastljósinu jafnan beint að sýn skólastjóra á hlutverk sitt og tengsl við samstarfsfólk. Þá er átt við að skólastjórar og kennarar starfi saman að því að þróa skólastarf og kennsluhætti. Markmiðið með slíkum starfsháttum er að stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Í þessari grein er athyglinni beint að þeim afbrigðum samstarfsforystu sem fengið hafa mikið rými í fræðilegri umræðu á 21. öldinni, þ.e. dreifðri forystu (e. distributed leadership) og kennaraforystu (e. teacher leadership). Gögnum var safnað með spurningakönnun sem send var til allra skólastjóra vorið 2017 og var svarhlutfallið 69%. Í niðurstöðum er dregin upp mynd af aðstæðum í skólunum og greint frá hversu miklum tíma skólastjórar telja sig verja til samstarfs við millistjórnendur, kennara og annað starfsfólk, hversu mikla áherslu þeir leggja á þátttöku millistjórnenda og kennara í ákvörðunum og virkja þá til forystu um þróun kennsluhátta. Í umræðunum um niðurstöðurnar er bent á mikilvægi þess að skólastjórar horfi gagnrýnið á hvert markmiðið með virkjun millistjórnenda og kennara er, þ.e. hvort það sé einkum til að létta vinnuálagi af skólastjórum eða til að dreifa forystu um þróun náms og kennslu. Þá þarf að greina hvort launamál, vinnuálag eða aðrir starfstengdir þættir valdi því að meirihluta skólastjóra veitist erfitt að virkja kennara til kennslufræðilegrar forystu í þágu skólastarfsins alls.

Um höfund (biographies)

Börkur Hansen

Börkur Hansen (borkur@hi.is) er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann lauk B.A.-prófi í uppeldis- og sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1982, M.Ed.-prófi í menntastjórnun frá Háskólanum í Alberta árið 1984 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1987. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að skólastjórnun, skólaþróun og stjórnskipulagi skóla.

Steinunn Helga Lárusdóttir

Steinunn Helga Lárusdóttir (shl@hi.is) er prófessor emerita við Deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1975, M.Ed.-prófi í menntastjórnun frá Háskólanum í Illinois, Urbana-Champaign árið 1982 og doktorsprófi í stjórnun menntastofnana frá Lundúnaháskóla 2008. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að skólastjórnun, jafnrétti og kyngervi. Steinunn Helga er fyrrverandi formaður Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi.

Niðurhal

Útgefið

2020-01-30

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar