Reynsla stjórnenda og gæðastjóra í framhaldsskólum af notkun gæðastjórnunarkerfa
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2023/12Útdráttur
Á síðustu 30 árum hafa ýmis stjórnvaldsákvæði verið sett sem kalla á skipulögð vinnubrögð í framhaldsskólum. Bæði er um að ræða ákvæði sem eiga sérstaklega við um skólastarf, svo sem um mat á skólastarfi, og ákvæði sem almennt eiga við um opinberar stofnanir, eins og um meðferð mála, skjalavörslu og jafnlaunavottun. Gæðastjórnun er safn aðferða sem sem nýttar hafa verið við stjórnun og geta reynst gagnlegar við að skapa umgjörð til að uppfylla ofangreind ákvæði og stuðla að aukum gæðum skólastarfs. Aðferðir gæðastjórnunar eru nýttar í nokkrum framhaldsskólum. Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram reynslu og lærdóm stjórnenda og gæðastjóra fjögurra framhaldsskóla af notkun og innleiðingarferli gæðastjórnunarkerfa. Tekin voru alls átta viðtöl við stjórnendur og gæðastjóra. Þeir lýsa leið skólanna að gæðastjórnun, áskorunum sem þeir hafa mætt, leiðum til árangurs og ávinningi af gæðastjórnun. Gæðahandbók er nýtt í öllum skólunum og allir nýta þeir matsniðurstöður til umbóta. Helsta áskorunin að mati viðmælenda var að vinna tengd gæðastjórnun væri mikil, tímafrek og flókin. Það sem helst styður árangur er að þeir sem leiddu innleiðingu á gæðastjórnun voru framsæknir, leituðu sér aðstoðar, öfluðu sér þekkingar, voru með gott teymi í kringum sig og áttu virkt samtal við starfsfólk um gæðastjórnun. Viðmælendur sögðu mikinn ávinning vera af notkun gæðastjórnunarkerfa, verklag væri skýrt og leiðbeinandi, samræmi væri í úrlausnum mála og þekking varðveittist innan skólanna. Þeir töldu einnig að verklagið stuðlaði að umbótum, skólaþróun og eflingu faglegra vinnubragða
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2023 Anna Jóna Kristjánsdóttir, Börkur Hansen

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).