Dæmisögur Hannesar Finnssonar í Kvöldvökunum 1794
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.9Lykilorð:
Hannes Finnsson, Kvöldvökurnar 1794, dæmisögur, Jean de La Fontaine, David-Etienne Choffin, Friedrich von HagedornÚtdráttur
Kvöldvökurnar 1794 komu út í tveimur bindum á árunum 1796–1797 og eru safn stuttra frásagna af margvíslegum toga sem flestar eru þýddar. Með verkinu vildi Hannes Finnsson biskup færa íslenskum almúga, einkum ungmennum, nýtt lesefni sem gæti komið í stað annarra eldri verka; hann vildi í senn skemmta lesendum sínum og uppfræða. Meðal þeirra texta sem Hannes valdi fyrir vökulestrana eru 38 dæmisögur sem hann raðar í verk sitt á milli gátna, ævintýra og annarra frásagna, og lagar að lesendahópi sínum. Höfundur nefnir ekki heimildir sínar í verkinu en í handritum hans kemur fram að dæmisögurnar eiga flestar rætur sínar að rekja til erlendra rita frá 17. og 18. öld þar sem fabúlur kenndar við Esóp voru endursagðar á ýmsa vegu. Hér er fjallað um nokkur þeirra rita sem Hannes studdist við er hann vann að Kvöldvökunum og gerð grein fyrir vali hans og þýðingu á tveimur fabúlum, „Ýmsir eiga högg í annars garð“ og „Betra er að bogna en bresta“, sem báðar má rekja til hins þekkta fabúlusafns Jean de La Fontaine en sem Hannes nálgaðist eftir öðrum leiðum.