Fréttir í þremur línum
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.19Útdráttur
Félix Fénéon (1861–1944) var franskur blaðamaður og listagagnrýnandi sem er meðal annars þekktur fyrir þátttöku sína í hreyfingu anarkista. Hann birti greinar í ýmsum dagblöðum og tímaritum. Árið 1906 skrifaði hann um nokkurra mánaða skeið, frá maí til nóvember, örstuttar fréttatilkynningar sem birtust í dálkinum „Fréttir í þremur línum“ (Nouvelles en trois lignes) í franska dagblaðinu Le Matin, gjarnan á forsíðunni. Þarna var einungis að finna stuttar fréttir, að hámarki þrjár línur, og 110 til 150 slög (án bila). Við ritun þeirra brá Fénéon á leik með fagurfræði hins knappa og nákvæma í meira en 1200 þriggja lína fréttabrotum. Hér má lesa fréttir hans frá París og landsbyggðinni, á forsíðu Le Matin, 7. júní 1906.