David Arnason og örsagnasveigurinn

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.8

Lykilorð:

David Arnason, örsagnasveigur, menippía, karnivalkæti, margröddun

Útdráttur

„Fimmtíu sögur og eitt heillaráð“ eftir David Arnason er eins og hefðbundin smásaga að lengd, fimmtán síður, og virðist vera samsafn af grátbroslegum sögubrotum, en er í raun flókinn örsagnasveigur sem uppfyllir alla formgerðarþætti sem tíðkast í sagnasveigum þar sem stakar sögur tengjast innbyrðis. Arnason veitir lesandanum mikið frelsi til að taka þátt í sköpun textans sem er á köflum óræður og margræður. Sögusviðið getur verið tiltekinn smábær eða skáldaður og sögutíminn getur líka verið almennur og óráðinn hjá lesanda sem getur hvorki tímasett „Kötukvæði“ né Elvis Presley. Sögumaður og áheyrendur geta verið margir eða einn og frásagnirnar gætu verið sagðar upphátt eða í hugsanastreymi einnar sögupersónu. Á glaðværu yfirborði frásagnarinnar í „Fimmtíu sögum og einu heillaráði“ birtist lesendum brotakennd lýsing á dæmigerðum smábæ þar sem kynlegir kvistir og frávik í hegðun þrífast og allir vita allt um aðra.

En þeir sem þekkja til skáldskaparfræða gætu jafnframt séð að knappar, gráglettnar örsögur Arnasons eru eins og dæmisögur sem túlka á látlausu talmáli kenningar sem voru ríkjandi í póstmódernisma þegar sagnasveigurinn varð til, einkum þeirra sem voru settar fram af Martin Heidegger, Walter Benjamin, Mikhail Bakhtin, Roland Barthes og Marshall McLuhan. Um leið afhjúpar höfundurinn hvernig hugmyndakerfum þeirra svipar í byggingu til sagnasveiga sem snúast margvíslega um tengsl einstaklingsins við heildina. Með grátbroslegu menippísku afstæði og menningarsögulegri yfirsýn, sýnir Arnason að frásagnartækni skálds og sagnameistara geti virkjað ímyndunaraflið og minnið til að magna formgerðareiginleika sagnasveiga með eðlisþáttum örsögunnar og manað lesandann til að taka þátt í sköpun á margræðum heimi þar sem sjálfur miðillinn er boðskapurinn („the medium is the message“).

Um höfund (biography)

  • Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Háskóli Íslands - Hugvísindasvið

    Guðrún Björk Guðsteinsdóttir (f. 1954) lauk doktorsgráðu frá Albertaháskóla í Kanada árið 1993. Hún er nú prófessor emerita í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands, en starfaði við kennslu, stjórnun og rannsóknir í námsbraut Enskra fræða við Háskóla Íslands frá 1987, síðast sem prófessor.

Niðurhal

Útgefið

2025-03-27

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)