Nám íslensku sem annars máls utan kennslustofunnar: Yfirlit með kennslufræðilegu ívafi

Höfundar

  • Guðrún Theodórsdóttir
  • Søren Wind Eskildsen

Lykilorð:

íslenska sem annað mál-íslenskunám utan kennslustofunnar samtalsgreining, tileinkun annars máls

Útdráttur

Í kaflanum er farið yfir rannsóknir á námi íslensku sem annars máls utan kennslustofunnar með aðferðum samtalsgreiningar – þ.e. í aðstæðum þar sem enginn kennari kemur við sögu. 

Við rannsökum nám annars máls sem (1) félagslegar athafnir sem eru með tilteknum aðgerðum sem aðrir skilja og sem (2) þróun samskiptahæfni. Við sýnum dæmi úr rannsóknum okkar á námshegðun utan kennslustofunnar. Við sýnum (1) hvernig Anna, annarsmálshafinn sem er til rannsóknar, notar þjónustusamtöl til að æfa íslensku, (2) hvernig hún gerir tungumálasamning við afgreiðslufólk um að tala íslensku, (3) hvernig hún krefst þess að fá að ljúka lotunni sinni þótt viðmælandinn hafi skilið hvert hún er að fara og (4) hvernig hún hrindir af stað orðaleitum og öðrum lagfæringaathöfnum, allt í þeim tilgangi að læra málið. Við skoðum hvernig hún lærir notkun sagnarinnar ‚ætla‘ í mismunandi myndum til að ná tilteknum félagslegum markmiðum í lengri tíma. Við ljúkum kaflanum með umræðum um niðurstöður okkar og þann lærdóm sem tungumálakennsla og málanám geta dregið af þeim. 

Lykilorð: íslenska sem annað mál-íslenskunám utan kennslustofunnar samtalsgreining og tileinkun annars máls. 

Niðurhal

Útgefið

2022-12-19