Íslenskuþorpið: Leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku.

Höfundar

  • Guðrún Theodórsdóttir
  • Kolbrún Friðriksdóttir

Útdráttur

Miklu máli skiptir fyrir þá sem eru að læra annað mál að taka þátt í raunverulegum samskiptum utan kennslustofunnar. Ny?justu rannsóknir sy?na að þar felast miklir möguleikar á máltileinkun og kallað hefur verið eftir því að vinna í kennslustofu taki í ríkari mæli mið af þeim daglega veruleika sem málnemar lifa og hrærast í. Þeir sem læra íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands hafa rekið sig á að erfitt reynist að fá að tala íslensku við Íslendinga í daglegu lífi, það er þá á ábyrgð málnemanna að markmálið sé notað í daglegum samskiptum. Tilraunaverkefnið Íslenskuþorpið tekur á þessu vandamáli en með því eru skapaðar aðstæður fyrir nema í íslensku sem öðru máli til að tala við Íslendinga á íslensku um leið og þeir sinna hversdagslegum erindum sínum. Í Íslenskuþorpinu eru tiltekin fyrirtæki eða stofnanir, s.s. bakarí, kaffihús og bókasafn, og þangað fara málnemarnir úr kennslustofunni til að þjálfa málnotkun og eiga samskipti á íslensku. Starfsfólkið í fyrirtækjum þorpsins hefur skuldbundið sig til að tala eingöngu íslensku við málnemana. Reynsla er nú komin á þátttöku íslenskunema í Íslenskuþorpinu en boðið hefur verið upp á y?mis námskeið við Háskóla Íslands með hlutdeild þorpsins. Niðurstöður viðhorfskannana meðal málnemanna leiða í ljós að Íslenskuþorpið hefur mikið gildi fyrir þá í tileinkunarferlinu.

Lykilorð: Íslenska sem annað mál, annarsmálsfræði, samtalsgreining, Íslenskuþorpið, CA-SLA

Niðurhal

Útgefið

2014-11-20

Tölublað

Kafli

Þemagreinar