Frá ensku sem erlendu máli til ensku sem kennslumáls á háskólastigi: Sjálfstæði í ritun

Höfundar

  • Birna Arnbjörnsdóttir

Lykilorð:

Enska sem kennslumál, akademísk enska, fjöltyngi, fagtengdur texti

Útdráttur

Í greininni er lýst rannsóknum á virkni ritunarkennslu í ensku sem hefur það að markmiði að bæta þekkingu og skilning nemenda á mismunandi textategundum í akademískri ensku. Rannsóknirnar eru hluti af langtímaverkefni sem beinist að því að meta hvort ný ritunarnálgun sem þróuð hefur verið við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands bæti færni íslenskra háskólanema til að lesa og skrifa fagtengda ensku. Forkannanir leiddu í ljós að nemendur sem komu úr
margra ára hefðbundinni enskukennslu þekktu undirstöður enskra akademískra texta en voru ekki færir um að beita þeim í ritun eða við lestur. Rannsóknirnar beindust því sérstaklega að þeim markmiðum kennslunnar að breyta þekkingu nemenda á hugtökum í ritun í virka málbeitingu með skilningi á mismunandi textategundum, notkun viðeigandi námsaðferða í hverjum þætti ritunar og sjálfstæði í vinnubrögðum. Rannsóknin byggir á hugleiðingum 68 nemenda við lok misseris. Niðurstöður leiddu í ljós aukið sjálfstæði og meðvitund um
mismunandi texta, eðli ritunar og eigin námsaðferðir.

Lykilorð: Enska sem kennslumál, akademísk enska, fjöltyngi, fagtengdur texti

Niðurhal

Útgefið

2022-12-28