Hugsun og lestur – undirbúningur fyrir virkt líf

Höfundar

  • Lisbet Rosenfeldt Svanøe

Lykilorð:

Arendt, Kant, hugsun, vita activa, siðferði, dómgreind, lestur, tungumál

Útdráttur

Markmiðið með þessari grein er í fyrsta lagi að sýna hvernig ber að skilja hugsun út frá sjónarhorni Arendts og hvernig það hefur áhrif á siðferðisdóma okkar. Í öðru lagi verður sýnt fram á hvernig tungumál í tengslum við minni og ímyndunarafl er nauðsynlegt hugsuninni ef það er skilið sem innri samræða milli „mín og sjálfs mín“. Þess vegna mun síðasti hluti greinarinnar lýsa áhrifum tungumáls á ímyndunarafl, dóma og hugsun og þar með á hæfni mannsins til að siðlegrar breytni. Varpað verður ljósi á þetta í fyrsta lagi með tilstyrk greiningar Herbert Marcuse á neikvæðum áhrifum tungumáls einvíðs samfélags á mannlega hugsun, og í öðru lagi með því að lýsa skilningi og notkun Arendts á myndhverfingunni sem andstæðu einvíddar. Að lokum verður kenning Paul Ricoeurs um mimesis í tengslum við skilning Arendts á hugsun notuð til að sýna að tungumál bókmennta og þar með lestur geti hjálpað hugsuninni og þar með haft áhrif á gerðir okkar í virku lífi (vita activa).

Lykilorð: Arendt, Kant, hugsun, vita activa, siðferði, dómgreind, lestur, tungumál

Niðurhal

Útgefið

2018-11-13

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar