Nærvær og filosofisk æstetik i Pascal Merciers roman Perlmanns Schweigen.
Lykilorð:
nærvera, fagurfræði, rökgreiningarheimspeki, heimspekileg fagurfræði, tungumál, fegurð, Baumgarten, Gumbrecht, Dorthe JørgensenÚtdráttur
Svissneski rithöfundurinn Pascal Mercier (sem er raunar skáldanafn heimspekingsins Peter Bieri) kom fram á sjónarsviðið með „vitundar-hrollvekjunni“ Perlmanns Schweigen (Þögn Perlmanns) árið 1995. Strax í fyrstu setningu verksins kemst lesandinn að raun um að söguhetjan, Philipp Perlmann, á æ erfiðara með að finna fyrir nærveru og er flöktið milli nærveru og nærveruleysis eitt af leiðarstefjum þess. Enda þótt höfundur bókarinnar sé heimspekingur af skóla rökgreiningar virðist heppilegra að styðjast við heimspekilega fagurfræði en rökgreiningarheimspeki til þess að átta sig á hugtakinu „nærvera“. Í þessari grein er þess vegna sett fram stutt yfirlit yfir hefð heimspekilegrar fagurfræði, frá Baumgarten til Gumbrechts og Dorthe Jørgensen, og eftirfarandi stef í sögunni skýrð út frá þeirri hefð: „Sálfræði nærverunnar“, „Andstæða klisjukenndrar málnotkunar og getu tungumálsins til að efla nærveru“ og „Nærveran í ljósi náttúrufegurðar og listfegurðar“.
Lykilorð: nærvera, fagurfræði, rökgreiningarheimspeki, heimspekileg fagurfræði, tungumál, fegurð, Baumgarten, Gumbrecht, Dorthe Jørgensen