Nærvær og filosofisk æstetik i Pascal Merciers roman Perlmanns Schweigen.

Höfundar

  • Gísli Magnússon

Lykilorð:

nærvera, fagurfræði, rökgreiningarheimspeki, heimspekileg fagurfræði, tungumál, fegurð, Baumgarten, Gumbrecht, Dorthe Jørgensen

Útdráttur

Svissneski rithöfundurinn Pascal Mercier (sem er raunar skáldanafn heimspekingsins Peter Bieri) kom fram á sjónarsviðið með „vitundar-hrollvekjunni“ Perlmanns Schweigen (Þögn Perlmanns) árið 1995. Strax í fyrstu setningu verksins kemst lesandinn að raun um að söguhetjan, Philipp Perlmann, á æ erfiðara með að finna fyrir nærveru og er flöktið milli nærveru og nærveruleysis eitt af leiðar­stefjum þess. Enda þótt höfundur bókarinnar sé heimspekingur af skóla rökgreiningar virðist heppilegra að styðjast við heimspekilega fagurfræði en rökgreiningarheimspeki til þess að átta sig á hugtakinu „nærvera“. Í þessari grein er þess vegna sett fram stutt yfir­lit yfir hefð heimspekilegrar fagurfræði, frá Baumgarten til Gumbrechts og Dorthe Jørgensen, og eftirfarandi stef í sögunni skýrð út frá þeirri hefð: „Sálfræði nærverunnar“, „Andstæða klisju­kenndrar málnotkunar og getu tungumálsins til að efla nærveru“ og „Nærveran í ljósi náttúrufegurðar og listfegurðar“.

Lykilorð: nærvera, fagurfræði, rökgreiningarheimspeki, heimspekileg fagurfræði, tungumál, fegurð, Baumgarten, Gumbrecht, Dorthe Jørgensen

Niðurhal

Útgefið

2015-04-24

Tölublað

Kafli

Greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)