Va bene og Va be’ í lok samtals. Notkun í svörum og endalotum
Lykilorð:
orðræðuagnir, svarlotur, samtalslok, ítalska, samtalsgreining.Útdráttur
Markmið þessarar rannsóknar er að skýra frá fyrstu skrefunum í greiningu á ítölsku orðræðuögnunum va bene og va be’ í lok samtals. Fjallað verður um hvernig notkun þeirra skarast þegar þær eru notaðar sem svar og til merkis um að samtali sé að ljúka. Sýnt er fram á að báðar myndirnar deila þessum tveim almennu notkunarmöguleikum þó að merkingarmunur komi þá fram, sem gæti stafað af því að samþykki viðmælandans er ekki eins afdráttarlaust í þeim báðum. Útgangspunktur rannsóknarinnar er lýsandi greining á ögnunum í samskiptamálfræðilegu samhengi. Þessar agnir eru rannsakaðar í smáatriðum í ljósi fræðilegra kenninga eins og í samtalsgreiningu, og þá sérstaklega kenninga um endalotur í samtölum og svarlotur, með tilstyrk gagnagrunnsins LIP (Lessico di frequenza dell'italiano parlato). Auk þess að vera notaðar til að gagngert til merkis um að samtali sé að ljúka eru agnirnar va bene og va be’ algengar svarlotur í lok samtals, einnig þó að áður hafi verið gert ljóst að samtalinu væri að ljúka. Þær virðast „binda endahnútinn“ á samræðurnar, ef til vill með ótvíræðari hætti en aðrar svarlotur. Merkingarsvið agnanna skiptir máli þegar ákvarða skal notkun þeirra í lok samtals; þær geta gefið til kynna samþykki (að fullu eða að hluta) við undanfarandi samtalslotu eða við samtalinu í heild.
Lykilorð: orðræðuagnir, svarlotur, samtalslok, ítalska, samtalsgreining.