Inscriptions du politique chez Hélène Cixous. Différence sexuelle, rêves et résistances.

Höfundar

  • Irma Erlingsdóttir

Lykilorð:

Pólitík, bókmenntir, kynjamunur, draumar, andspyrna

Útdráttur

Hið pólitíska í skrifum Hélène Cixous á sér stað í sjálfu tungu­málinu, í opnun hins setningafræðilega rýmis gagnvart einhverju sem gæti átt sér stað. Það varðar ekki aðeins stjórnmál heldur bókmennt­irnar sem fyrirbæri, skrifin sem athöfn og tengsl þeirra við líf­ið sem slíkt. Hér er því ekki um að ræða afstöðu höfundarins til atburða á sviði samtímasögu eða stjórnmála heldur að skrifin séu í sjálfum sér og í grundvallaratriðum pólitísk. Í þessari grein er fjallað um tengsl milli hins ljóðræna, hins pólitíska og kynjamunar í verk­um Cixous með hliðsjón af heimspeki Jacques Derrida og varpað er ljósi á andstöðuna sem þessi tengsl vekja en einnig mótspyrnuna eða breytingamáttinn sem þau fela í sér.

Lykilorð: Pólitík, bókmenntir, kynjamunur, draumar, andspyrna

Útgefið

2015-04-24

Tölublað

Kafli

Greinar