Es þak glaðaspraða?

Um uppbyggingu íslensks skordýramáls, tilbúin tungumál og bullmál

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.15.2.3

Lykilorð:

tilbúin tungumál, bullmál, málvitund, málgerðarfræði, þýðingar

Útdráttur

Að baki gervimáli liggur gríðarleg þekking málhafa á tungumálinu sjálfu og þekking á því hvaða eiginleika tungumál geta haft – og geta ekki haft til þess að þau virki sem alvöru mál. Þessi mikla þekking málhafa kemur ekki síst í ljós þegar gervimál er þýtt til þess að nýr hópur málhafa geti auðveldlega skilið það en það er meginviðfangsefni þessarar greinar. Hér er rýnt í uppbyggingu íslensks skordýramáls eins og það birtist í barnabókinni Kva es þak? í þýðingu Sverris Norlands og samanburður er gerður við upprunalega skordýramálið eins og það birtist í frumritinu Du iz tak? eftir Carson Ellis. Fjallað er um muninn á tilbúnu tungumáli og bullmáli og þær áskoranir sem þýðendur mæta þegar þeir aðlaga gervimál fyrir nýjan lesendahóp sem talar annað tungumál. Reynt er að svara spurningunni: Hvað þurfa málhafar að vita um sitt eigið tungumál til að skilja tilbúið tungumál?

Niðurhal

Útgefið

2025-03-18

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar