Danska og dönskunám á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum

Höfundar

  • Auður Hauksdóttir

Lykilorð:

Danish as a foreign language, Motivation in learning Danish, Learner autonomy, Computer-assisted language learning

Útdráttur

Danska er kennd sem erlent tungumál á Grænlandi, Íslandi og í Færeyjum og er markmiðið að nemendur öðlist alhliða færni í dönsku, sem geri þeim kleift að nota málið í samskiptum við Dani og aðra Norðurlandabúa. Aðstæður nemenda til dönskunáms eru þó af ýmsum ástæðum ólíkar. Í greininni er fjallað um rannsóknar- og þróunarverkefni sem beinist að dönskunámi ungmenna á vestnorræna svæðinu, en um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra, færeyskra
og grænlenskra fræðimanna og þarlendra dönskukennara og nemenda þeirra. Markmiðið er að fá innsýn í stöðu dönsku í löndunum þremur og skoða hvaða áhrif hún hefur á dönskunám nemenda. Þá er tilgangurinn að leita leiða til þess að nýta nýja þekkingu til að koma til móts við þarfir nemenda hvað varðar námsefni. Varpað er ljósi á umfang og markmið dönskukennslunnar í löndunum þremur og hvaða hlutverki danskan gegnir í málumhverfi nemenda. Þá er
fjallað um niðurstöðu könnunar meðal grunn- og framhaldsskólanemenda um tengsl þeirra við Danmörku og viðhorf til dönsku og dönskunáms. Loks er greint frá tölvustuddu námsefni www.taleboblen og gagnvirka tölvuleiknum www.talerum.is sem hvort tveggja var unnið á grundvelli könnunarinnar og samstarfsins við dönskukennara og nemendur þeirra.


Lykilorð: danska sem erlent mál, hvati í dönskunámi, einstaklingsmiðað nám, tölvustudd tungumálakennsla.

Niðurhal

Útgefið

2023-03-16