Thumbing through the index.

Höfundar

  • Pétur Knútsson

Útdráttur

Á Endurreisnartímabilinu fundu myndlistarmenn fyrst upp dy?ptarsy?n með fjarvíddarteikningu á myndfletinum, og á seinni tímum hafa kortagerðarmenn lært að nota liti og skugga til að birta okkur hæðir og dy?ptir landslagsins. Á flata stafræna tölvuskjánum getum við flogið um djúpa dali og fjallaskörð. Svo er með textann sem við lesum á flötu yfirborði blaðsíðunnar: þar eru miklar hæðir og dy?ptir sem við lesum úr með svipaðri vörpun. nú þykjast málvísindamenn finna gjöful jarðlög „baklægra“ eða „undirliggjandi“ þátta í textanum, en vilja gleyma því að þróun ritunar gegnum aldirnar fólst helst í að finna æ betri leiðir til að leyfa þessum „baklægu“ þáttum að birtast í yfirborðsblekinu. Mörkun texta er á margan hátt ekkert annað en y?tarleg kommusetning, merking með vísum sem binda saman byggingarþætti textans. En til eru vísar sem benda í ósy?nilegar áttir, þumalfingur sem teikna upp útgönguleiðir úr textanum, og handahreyfingar sem bægja frá aðþrengjandi sjóndeildarhringjum.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Aðrar greinar