Normannskir og engilnormannskir „siglingatextar“ frá 12. öld og saga siglinga í Norður-Frakklandi á miðöldum.
Lykilorð:
fornnormannska, orðaforði, siglingar, reiði/reiðabúnaður, víkingarÚtdráttur
Í norrænum miðaldatextum á þjóðtungum, þ.e. einkum Íslendingasögum, eru margar nákvæmar frásagnir af siglingum á víkingaöld. Auk þessara verka, sem sagnfræðingar og fornleifafræðingar þekkja vel, má finna nokkra normannska og engilnormannska texta frá 12. öld með miklum upply?singum um siglingatækni víkinga. Þessir textar geyma orðaforða sem ly?sir reiðabúnaði og vinnubrögðum um borð. Með því að styðjast við nákvæma orðagreiningu sem varpar ljósi á ólíkan uppruna orðanna (gallískan, germanskan, latneskan, skandinavískan) verður sy?nt hvernig orð geta borið vitni um forna tækni sem notast var við öldum saman og hversu mikil áhrif víkingar höfðu á siglingahætti í Normandí. Áhrifa norrænna manna virðist einkum gæta í þróun reiða og flóknari reiðabúnaðar, sem auðveldaði siglingar á rúmsjó. Auk þessa tæknilega þáttar eru þessir 12. aldar „siglingatextar“ fyrstu fornfrönsku heimildirnar um sérstakt sjómannamál.
Lykilorð: fornnormannska, orðaforði, siglingar, reiði/reiðabúnaður, víkingar