Nemendur af erlendum uppruna: Reynsla foreldra og kennara af námi og kennslu
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2017.26.2Lykilorð:
nemendur af erlendum uppruna, foreldrar af erlendum uppruna, fjölmenningarleg menntun, samskipti heimilis og skólaÚtdráttur
Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum skólum. Það kallar á að skólar bregðist við námsþörfum þessa nemendahóps. Markmið þessarar greinar er að fjalla um reynslu kennara og foreldra af menntun nemenda af erlendum uppruna. Í eigindlegri rannsókn voru tekin viðtöl við þrjátíu og átta grunnskólakennara um reynslu þeirra af því að kenna nemendum af erlendum uppruna og helstu áskoranir sem því fylgja. Einnig voru tekin viðtöl við tíu erlenda foreldra um reynslu þeirra af íslenskum skólum. Niðurstöður sýna að kennarar telja sig ekki vera nægilega vel studda til þess að skilja og takast á við námsþarfir nemendanna. Upplifun foreldra litast af hugmyndum þeirra um skólann sem hinn hefðbundna stað fyrir nám og íslenska skólakerfið ögrar þessum skilningi þeirra. Skortur er á samvinnu og samskiptum milli forelda og kennara. Í niðurlagi er lagt til að skólar stuðli að markvissari umræðu um þarfir nemenda og væntingar foreldra svo að efla megi og bæta menntun nemenda af erlendum uppruna.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##
Niðurhal
Útgefið
2017-12-22
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi

Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License.