Semi-formalized cohabitation and subsequent marital stability in Iceland, 1995-2013
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/isthjod.16.1.1Lykilorð:
Hjónaskilnaðir, Skráð sambúð, BarneignirÚtdráttur
Fyrri rannsóknaniðurstöður gefa oftar en ekki til kynna
að tengsl séu á milli sambúðar fyrir hjónaband og aukinnar hættu á skilnaði síðar meir. Á Íslandi geta pör skráð sambúð sína sem hefur í för með
sér að þau öðlast ákveðin réttindi og taka á sig ákveðnar skyldur. Með því
að nota gögn um skráða sambúð, í stað óopinberrar sambúðar, má rannsaka fyrrgreind tengsl frá öðrum sjónarhóli en tíðkast hefur, ásamt því að
afla þekkingar um tengsl þessa hálf-formlega sambúðarforms og hættu á
hjónaskilnaði meðal þeirra para sem ganga síðar í hjónaband. Með þeim
hætti er einblínt á pör sem ætla sér að stofna fjölskyldu, samtímis því að pör
sem einungis búa í óformlegri sambúð eru síuð út. Notast er við örgögn frá
Hagstofu Íslands í öllum útreikningum en þau innihalda upplýsingar um
barneigna-, sambúðar- og hjúskaparsögu allra kvenna sem fæddust á Íslandi á árunum 1962–1997. Gögnin eru greind með atburðaferlagreiningu
(e. event history analysis) og niðurstöður birtar sem hlutfallsleg áhætta á
skilnaði. Niðurstöður benda til þess að ef fólk skráir sambúð fyrir hjónaband sé það í minni hættu á hjónaskilnaði síðar meir, samanborið við pör
sem ekki skrá sambúð, að teknu tilliti til annarra breyta sem stýrt er fyrir.
Þá er ekki að sjá að breytingar hafi orðið á sambandinu yfir rannsóknartímabilið (1995–2013). Við túlkum niðurstöðurnar sem svo að það megi
líta á skráða sambúð sem nokkurs konar tilraunar hjónaband sem grisjar
út brothættustu samböndin.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Ari Klængur Jónsson

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).